Kylie Jenner og Timothée Chalamet á laumustefnumóti

Kylie Jenner og Timothée Chalamet voru að laumupúkast á stefnumót …
Kylie Jenner og Timothée Chalamet voru að laumupúkast á stefnumót í Beverly Hills. Samsett mynd

Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet sáust laumast inn á hótel í Beverly Hills í Kaliforníu fyrir lágstemmt stefnumótakvöld. Þegar þau stigu út úr bílnum reyndi Jenner að hylja andlit sitt.

Parið var svartklætt frá toppi til táar, Chalamet í svörtum, renndum jakka, joggingbuxum, strigaskóm og með hettu á höfðinu en Jenner í svörtum leðurjakka, leggings og leðurstígvélum.

Jenner og Chalamet kveiktu fyrst sögusagnir um að þau væru að stinga saman nefjum snemma árs 2023. Í sama mánuði sást svartur Range Rover-jeppi Jenner fyrir utan heimili leikarans í Beverly Hills. Í september sama ár sáust þau í innilegu keleríi á tónleikum Beyoncé í Los Angeles. 

Síðar í sama mánuði sáust þau saman á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis og það var svo í byrjun árs 2024 sem Jenner mætti í fylgd Chalamet á Golden Globe-hátíðina.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að eiga er jafn gott og að fá ef maður man eftir því að þakka fyrir sig. Himintunglin senda sterkar manneskjur til þess að bera byrðarnar með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að eiga er jafn gott og að fá ef maður man eftir því að þakka fyrir sig. Himintunglin senda sterkar manneskjur til þess að bera byrðarnar með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir