Var West og Censori sparkað út af Grammy-verðlaunahátíðinni?

Kanye West ásamt Biöncu Censori sem klæðist hér einstaklega glæsilegum …
Kanye West ásamt Biöncu Censori sem klæðist hér einstaklega glæsilegum kjól á rauða dreglinum í gær. FRAZER HARRISON/AFP

Eins og oft áður stuðuðu rapparinn og listamaðurinn Kanye West og kærasta hans, Bianca Censori, nærstadda þegar þau mættu á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina í gær. 

Þegar þau mættu á svæðið var Censori klædd í svartan pels. Þegar þau stilltu sér upp fyrir myndatökur á rauða dreglinum fór hún úr pelsinum og var þá í nýju fötum keisarans, ef svo má segja. Censori klæddist stuttum „kjól“ úr þunnu, gegnsæju efni, sem hún hefði vægast sagt geta sleppt. Nakinn líkami hennar blasti við ljósmyndurum.

Það er spurning hvort þessi kjóll komist í verslanir hérlendis …
Það er spurning hvort þessi kjóll komist í verslanir hérlendis og verði kannski vinsælt árshátíðardress? FRAZER HARRISON/AFP

Eftir myndatökurnar hröðuðu þau sér upp í bifreið sem ók á brott. Einhverjar getgátur voru um að þeim hefði verið vísað á dyr vegna klæðnaðar Censori en svo er víst ekki.

„Sérsniðinn kjóll fyrir fallegustu konu allra tíma,“ skrifaði West við mynd af Biöncu á Instagram stuttu eftir viðveru þeirra á Grammy-verðlaununum. „Besti vinur minn. Konan mín.“

Það vakti þó sérstaka athygli að rapparinn eyddi meira púðri í að fylgja Taylor Swift eftir á hátíðinni í gegnum Instagram og velta sumir fyrir sér hvort hann sé að endurvekja gamlar erjur þeirra á milli. 

Swift hlaut sex tilnefningar til Grammy-verðlauna í ár en West hlaut eina tilnefningu fyrir besta rapplagið, Carnival, ásamt rapparanum Ty Dolla Sign.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að eiga er jafn gott og að fá ef maður man eftir því að þakka fyrir sig. Himintunglin senda sterkar manneskjur til þess að bera byrðarnar með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að eiga er jafn gott og að fá ef maður man eftir því að þakka fyrir sig. Himintunglin senda sterkar manneskjur til þess að bera byrðarnar með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir