Babyface sýnd óvirðing í viðtali á rauða dreglinum

Söngvarinn og framleiðandinn, Babyface, þegar hann mætti til Grammy-verðlaunahátíðarinnar í …
Söngvarinn og framleiðandinn, Babyface, þegar hann mætti til Grammy-verðlaunahátíðarinnar í Los Angeles í gær. FRAZER HARRISON/AFP

Tónlistarmaðurinn og þrettánfaldi Grammy-verðlaunahafinn, Babyface, mætti til Grammy-verðlaunanna á sunnudagskvöld. Á rauða dreglinum var hann í miðju viðtali við blaðakonur Associated Press þegar önnur þeirra kallaði í Chappel Roan á meðan á viðtalinu stóð.

Myndbandið sýnir þegar Babyface er í viðtali við blaðakonurnar Leslie Ambriz og Krystu Fauriu. Í miðju svari við spurningu Ambriz er hann truflaður þegar Fauria kallar á söngkonuna Chappel Roan, sem stendur í návígi við hann. Þegar söngvarinn áttar sig á að blaðakonurnar vilji heldur tala við Roan lýkur hann viðtalinu og gengur í burtu. 

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um athæfið er Kardashian-systirin Khloé. „Það er svo vanvirðandi hvernig komið er fram við Babyface í þessu viðtali. Hann hefur haft svo mikil áhrif á tónlistariðnaðinn, á svo marga vegu. Það er brjálæðislegt að sjá goðsögnina vanvirta á þennan hátt,“ tísti Kardashian. 

Blaðakonan Krysta Fauria hefur nú beðist afsökunar á þessu vanvirðandi athæfi. 

Hollywood Reporter

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að eiga er jafn gott og að fá ef maður man eftir því að þakka fyrir sig. Himintunglin senda sterkar manneskjur til þess að bera byrðarnar með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að eiga er jafn gott og að fá ef maður man eftir því að þakka fyrir sig. Himintunglin senda sterkar manneskjur til þess að bera byrðarnar með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Torill Thorup
3
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir