Íslendingur á eitt besta listaverk 21. aldar

Ragnar á eitt besta listaverk 21. aldarinnar að mati rýnis.
Ragnar á eitt besta listaverk 21. aldarinnar að mati rýnis. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Listgagnrýnandi The Washington Post, Sebastian Smee, nefnir tvö vídeóverk sem bestu listaverk 21. aldar.

Annað er vídeóverkið „The Visitors“ eftir Ragnar Kjartansson, sem nú er til sýnis í San Francisco Museum of Modern Art, en hitt er „The Clock“ eftir Christian Marclay sem verður til sýnis í Listasafni Íslands frá 2. maí til 22. júní.

Pulitzer-verðlaunahafi lofsamar verk Ragnars

„Ef ég væri beðinn að nefna fimm bestu listaverk 21. aldar, þá þyrfti ég nokkra daga til þess að fylla þrjú neðstu sætin. En ég ætti ekki í neinum vanda með að nefna fyrsta og annað sætið sem eru vídeólistaverkin „The Clock“ eftir Christian Marclay og „The Visitors“ eftir Ragnar Kjartansson (ekki endilega í þessari röð),“ segir Smee í nýlegri rýni sinni í The Washington Post en hann hlaut Pulitzer-verðlaun fyrir listrýni árið 2011.

„Þið hafið kannski eða kannski ekki heyrt um þessi verk en ég er ekki að fara út á hálan ís með þessari fullyrðingu,“ segir Smee sem heldur því fram að verk Ragnars sé eina verkið sem hann veit um sem framkallar bæði aðdáun og sælutilfinningar hjá öllum sem sjá það, hvort sem þeir eru með bakgrunn í listum eða ekki.

Um verk Marclays segist Smee ekki vita um neinn sem ekki dreymir um að horfa á það í heilan dag en um er að ræða sólarhringslangt verk á einni rás með hljóði og er samansafn myndbrota úr sjónvarpi og kvikmyndum.

Verkið hefur almennt hlotið mikið lof gagnrýnenda og hlaut til dæmis Gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum árið 2011.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant