Taylor Swift upplifir sig notaða af Blake Lively

Taylor Swift vill síður vera dregin inn í deilur Blake …
Taylor Swift vill síður vera dregin inn í deilur Blake Lively og Justins Baldonis. Samsett mynd/Etienne LAURENT/David Eulitt/AFP

Samkvæmt heimildarmanni Page Six upplifir söngkonan Taylor Swift sig notaða af Blake Lively. Poppstjörnunni líkar ekki að vera nefnd einn af „drekum“ Lively eftir að textaskilaboð Lively voru opinberuð í gagnmálsókn sem meðleikari hennar í It Ends With Us og leikstjóri myndarinnar, Justin Baldoni, lagði fram.

Það var í lok desember á síðasta ári sem tekin var upp málsókn á hend­ur Baldoni þar sem Li­vely sakar hann um kyn­ferðis­lega áreitni og til­raun til að eyðileggja orðspor henn­ar í kjöl­farið.

Meint textaboð tilgreina ekki hverjir drekarnir eru en margir telja að Lively hafi vísað í eiginmann sinn, Ryan Reynolds, og vinkonu sína Swift.

Swift óskar þess að hafa ekki verið dregin inn í deilurnar á milli Baldoni og Lively. Þær hafa verið vinkonur síðan 2015 og er Swift sögð þykja vænt um vináttuna en hafi fundist hún notuð á þessum tímapunkti. 

Heimildarmaðurinn segir söngkonuna vilja halda sig frá dramanu eins og mögulegt er. 

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Jill Mansell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Jill Mansell
5
Unni Lindell