Serena Williams sýndi á sér gamalkunna hlið

Serena Williams gerð tilbúin áður en hún stígur á svið.
Serena Williams gerð tilbúin áður en hún stígur á svið. Skjáskot/Instagram

Tennisstjarnan fyrrverandi, Serena Williams, sýndi heldur betur góða danstakta á sviði í hálfleik Ofurskálarinnar í gærkvöldi. 

Það var enginn annar en rapparinn Kendrick Lamar sem skemmti á sviði í hálfleik Ofurskálarinnar og í einu af síðustu lögum rapparans sást hin 43 ára tennisstjarna taka nokkur dansspor, sem rekja má til takta Los Angeles-klíkunnar Crips árið 1970.

Williams kom fram í stuttu, bláu tennispilsi, jakka í stíl, hvítum topp og samsvarandi strigaskóm. Framkoma hennar var ekki löng en danssporin voru góð. Þar þótti hún eiga síðasta orðið, en árið 2012 varð Williams miðpunktur heitrar umræðu sem skapaðist í kjölfar þess að hún tók svipuð spor eftir að hún sigraði Mariu Shaparovu á Ólympíuleikunum í Lundúnum. 

Hún var spurð að því á blaðamannafundi á sínum tíma hvort hún sæi eftir því að hafa tekið þessi dansspor, í ljósi þess að sporin eru tengd við Crips-klíkuna í Los Angeles. Hún svaraði því að þetta hefði einungis verið dans og að blaðamenn skyldu spyrja spurninga sem lyftu henni upp í stað þess að draga úr henni. Svo sagði hún málið afgreitt.

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
2
Jill Mansell
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Erla Sesselja Jensdóttir
5
Colleen Hoover