Söngkonunni Taylor Swift virtist nokkuð brugðið þegar áhorfendur púuðu á hana á leik Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles í Ofurskálinni í gærkvöldi.
Hún birtist á stóra skjánum í miðjum leik og tóku stuðningsmenn Philadelphia Eagles upp á því að púa á hana. Eitthvað sagði söngkonan við sessunaut sinn, rapparann Ice Spice, og nú hefur varalesari túlkað orð söngkonunnar.
„Ha, hvað? Hvað er í gangi?“ Á hún að hafa spurt Ice Spice.
Myndir af atvikinu hafa birst víða en Swift leit til hliðar í myndavélina og brosti.
Frægðinni fylgja glögg augu en fatnaður söngkonunnar hefur verið tekinn út og hún klæddist hvítri samfellu, semelíusteinagallastuttbuxum og háum, hvítum stígvélum. Hún heiðraði kærasta sinn, Travis Kelce, með T-festi um hálsinn, þeirri sömu og hún var með um ökklann á Grammy-verðlaunahátíðinni helgina á undan.
Ekki hefur mikil lukka fylgt festinni fyrst lið Kelce, Kansas City Chiefs, tapaði leiknum 22-40.