The Smashing Pumpkins á leið til Íslands

Liðsmenn The Smashing Pumpkins.
Liðsmenn The Smashing Pumpkins.

Bandaríska rokkhljómsveitin The Smashing Pumpkins er á leiðinni til Íslands í fyrsta skipti og mun halda tónleika í Laugardalshöllinni 26. ágúst.

Almenn sala hefst á föstudag kl. 10, að því er segir í tilkynningu frá Senu.

„The Smashing Pumpkins er ein af áhrifamestu hljómsveitum allra tíma og hefur átt stóran þátt í mótun indie-tónlistar og menningar frá því að hún var stofnuð í Chicago árið 1988. Hljómsveitin hefur selt yfir 30 milljónir platna um allan heim og unnið fjölda verðlauna, þar má nefna tvenn GRAMMY-verðlaun, sjö MTV VMA-verðlaun og American Music-verðlaun. Óhætt er að lofa ógleymanlegu kvöldi,“ segir í tilkynningu. 

Þá segir að í boði séu stæði, fjögur sitjandi svæði og tvenns konar VIP-uppfærslur. Miðar kosta frá 19.990 kr. Póstlistaforsala Senu Live fer fram á fimmtudag kl. 10. 

Allar nánari upplýsingar er að finna hér. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Jill Mansell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Jill Mansell
5
Unni Lindell