Grimes er gröm út í Elon Musk

Grimes er ekki sátt við þetta nýjasta útspil fyrrverandi, Elon …
Grimes er ekki sátt við þetta nýjasta útspil fyrrverandi, Elon Musks, að taka son þeirra á blaðamannafund í Hvíta húsið. Samsett mynd/Instagram/Jim WATSON/AFP

Claire Boucher, eða Grimes, fyrrverandi kærasta og barnsmóðir Elons Musks, er ekki alls kostar sátt við veru hans í Hvíta húsinu með syni þeirra fyrir tveimur dögum.

Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi X, Space X og Tesla, er sérstakur „ríkisstarfsmaður“ Donalds Trumps og góður vinur. Hann mætti á skrifstofu Trumps í Hvíta húsinu, ásamt syni þeirra Grimes sem heitir X Æ A-Xii, eða X, og er fjögurra ára.

„Hann ætti ekki að vera svona opinberlega,“ skrifaði Grimes á X um það þegar myndir birtust af syni hennar í Hvíta húsinu. Skrif Grimes voru svar við því þegar annar notandi samfélagsmiðilsins hrósaði foreldrum drengsins fyrir hve kurteis hann væri.

E News hefur reynt að fá viðbrögð frá Musk vegna þessa en hann hefur ekki svarað.

Elon Musk með son sinn X Æ A-Xii, eða X, …
Elon Musk með son sinn X Æ A-Xii, eða X, á háhest á meðan hann ávarpar blaðamenn í Hvíta húsinu. Jim WATSON / AFP

Forræðisdeila Grimes og Musks

Grimes og Musk hættu saman árið 2022 eftir fjögurra ára samband en hafa átt í forræðisdeilu síðan í október 2023 yfir X og yngri börnum þeirra tveimur, Exa Dark Sideræl, þriggja ára, og Techno Mechnicus, tveggja ára. 

Elon Musk mætti með drenginn á blaðamannafund á skrifstofu Trumps í Hvíta húsinu á þriðjudag og byrjaði Trump erindi sitt á að kynna son Musks og segja hann vera með háa greindarvísitölu. 

Meðan á blaðamannafundinum stóð nálgaðist drengurinn Trump annað veifið, talaði við sjálfan sig, hvíslaði einhverju að forsetanum og boraði í nefið – eins og börn gera. Þá sat hann einnig á öxlum föður síns og potaði inn í eyrun á honum á meðan faðir hans ávarpaði blaðamenn.

Notandi á samfélagsmiðlinum X, skrifaði að X, sonur Musks, væri …
Notandi á samfélagsmiðlinum X, skrifaði að X, sonur Musks, væri svakalega kurteis ungur drengur. Jim WATSON / AFP
Trump byrjaði erindi sitt í Hvíta húsinu á að segja …
Trump byrjaði erindi sitt í Hvíta húsinu á að segja að X litli væri með háa greindarvísitölu. Jim WATSON / AFP
Sá stutti hallaði sér annað slagið að Trump, hvíslaði að …
Sá stutti hallaði sér annað slagið að Trump, hvíslaði að honum eða talaði við sjálfan sig, á meðan faðir hans ávarpaði blaðamenn. Jim WATSON / AFP

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér sem þú átt erfitt með að fá á hreint. Hægðu á og gefðu þér tíma til að undirbúa framkvæmdirnar sem eru í vændum..
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Erla Sesselja Jensdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér sem þú átt erfitt með að fá á hreint. Hægðu á og gefðu þér tíma til að undirbúa framkvæmdirnar sem eru í vændum..
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Mansell
2
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Erla Sesselja Jensdóttir