Nýjasta White Lotus-þáttaröðin fær misjafna dóma

Stjörnur þáttaseríanna White Lotus gengu dregilinn á frumsýningunni 11. febrúar.
Stjörnur þáttaseríanna White Lotus gengu dregilinn á frumsýningunni 11. febrúar. Chris Delmas / AFP

Þriðja þáttaröðin af hinni vinsælu seríu White Lotus hefur vakið mikla athygli og umfjöllun, en viðtökurnar hafa verið misjafnar. Að þessu sinni gerast þættirnir á lúxusdvalarstað á eyjunni Koh Samui í Taílandi, en gagnrýnendur telja þættina ekki ná sömu hæðum og fyrri seríur.

White Lotus, sem er bandarísk drama-þáttasería eftir Mike White, fylgir gestum og starfsfólki á hinum skáldaða White Lotus-lúxusdvalarstað, þar sem óvænt atvik og dulin átök koma undan yfirborðinu. Fyrri þáttaraðir nutu mikilla vinsælda fyrir dramatík sem var blandin húmor og spennu. 

BBC greinir frá því að nýja þáttaröðin hafi hægari framvindu og skorti spennuna sem einkenndi fyrri seríur. „Þættirnir hreyfast svo hægt að þeir byrja ekki að taka raunverulega á flug fyrr en á miðri leið,“ segir í umfjöllun miðilsins.

Frumsýning þáttarins fór fram á dögunum. Þrátt fyrir blendnar viðtökur bíða margir spenntir eftir að sjá hvernig almenningur tekur í nýju seríuna sem kemur á streymisveitur sunnudaginn 16. febrúar.



Leikarinn Patrick Schwarzenegger mætti á frumsýnngu White Lotus.
Leikarinn Patrick Schwarzenegger mætti á frumsýnngu White Lotus. Chris Delmas / AFP
Leikarinn Walton Goggins mætti í brúnum jakkafötum að fagna frumsýningu …
Leikarinn Walton Goggins mætti í brúnum jakkafötum að fagna frumsýningu White Lotus. Chris Delmas / AFP
Kanadíska leikkonan Charlotte Le Bon.
Kanadíska leikkonan Charlotte Le Bon. Chris Delmas / AFP
Lisa færir glæsileika á frumsýningu White Lotus.
Lisa færir glæsileika á frumsýningu White Lotus. Chris Delmas / AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Jill Mansell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mínímalískur í hugsunum. Gott er að vera fullkomlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Jill Mansell
5
Unni Lindell