„Það fór Rósu vel að vera á rauða dreglinum“

Jóhannes og Rósa á frumsýningu Captain America í Los Angeles.
Jóhannes og Rósa á frumsýningu Captain America í Los Angeles. Skjáskot/Instagram

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari og eiginkona hans Rósa Björk Sveinsdóttir geisluðu á rauða dreglinum í Los Angeles á dögunum. Tilefnið var frumsýning myndarinnar Captain America: Brave New World en Jóhannes fer með hlutverk í myndinni.

„Það fór frú Rósu vel að vera á rauða dreglinum og ekki leið henni illa í sólinni á Santa Monica-ströndinni,“ skrifar hann undir mynd á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar standa þau hjónin glæsileg á rauða dreglinum. 

Stórleikarinn Harrison Ford fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni ásamt Anthony Mackie og Danny Ramirez. Jóhannes leikur karakterinn „Copperhead.“

Íslenskur fatnaður varð fyrir valinu hjá Jóhannesi fyrir tilefnið og valdi hann dökkbrún jakkaföt með vesti frá Kölska.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant