Kanye West og Bianca Censori eru á leið í sitthvora áttina. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Page Six.
„Hún hefur fengið nóg,“ segir heimildarmaður.
Hakakrossbolirnir reyndust vera dropinn sem fyllti mælinn hjá ástralska módelinu, en heimildir segja að Censori hafi verið gjörsamlega miður sín eftir atburðinn. Hún tók skýrt fram að hegðun West endurspegli ekki hver hún er sé eða hvað hún stendur fyrir.
Orðrómur um sambandsslit parsins hófst tveimur vikum eftir að þau mættu saman á Grammý-verðlaunin þar sem hún var nánast óklædd, ef marka má efnislitla flík hennar.
Hvorki West né Censori hafa enn tjáð sig opinberlega um málið. Það hefur vakið spurningar meðal aðdáenda hvort parið muni koma með yfirlýsingu um málið. Heimildarmenn segja að ólíklegt sé að Censori muni standa við stóru orðin og skila West fyrir fullt og allt.