Tóku verðlaunamynd a laun í Íran

Stilla úr myndinni Afleggjari hins heilaga fíkjutrés eftir íranska leikstjórann …
Stilla úr myndinni Afleggjari hins heilaga fíkjutrés eftir íranska leikstjórann Mohammad Rasoulof.

Kvikmyndin Afleggjari hins heilaga fíkjutrés var tekin á laun í Íran og leikstjórinn flúði land skömmu áður en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí í fyrra, þar sem hún hlaut sérstaka viðurkenningu dóm nefndar. Nú hefur hún verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu er lendu myndina. Hér verður myndin sýnd á Þýskri kvikmyndahátíð, sem hefst í Bíó Paradís á fimmtudag.

Leikstjórinn Mohammad Rasoulof nýtur ekki velþóknunar íranskra stjórnvalda. Hann hefur í tvígang setið í fangelsi. Nýjasta mynd hans fjallar um fjölskyldu í Teheran, sem endurspeglar klofninginn í írönsku samfélagi þegar allt springur í loft upp út af morðinu á Möhsu Amini árið 2022. Hún lést í haldi írönsku siðferðislögreglunnar eftir að hafa verið handtekin fyrir að hylja ekki höfuð sitt með réttum hætti.

Mohammad Rasoulof leikstjóri hefur þurft að glíma við tortryggni íranska …
Mohammad Rasoulof leikstjóri hefur þurft að glíma við tortryggni íranska stjórnvalda í áratugi. Þegar hann var að gera nýjustu mynd sína var hann dæmdur í átta ára fangelsi og til hýðingar, en tókst að flýja land. AFP/Julie Sebadelha

Heiti myndarinnar er vísun í fíkjutré, sem vex í Íran og mun þeim eiginleikum gætt að afleggjararnir vaxa utan um stofninn, sem þeir eru sprottnir af og kæfa hann. Segir Rasoulof að myndin sé innblásin af hugrekki ungu kynslóðarinnar í landinu sem nú býður valdhöfum klerkaveldisins byrginn.

Sagan af gerð myndarinnar og hvernig henni var komið úr landi þrátt fyrir vökult auga yfirvalda er ævintýraleg - og efni í aðra mynd.

Sagt er frá gerð myndarinnar og flótta höfundarins, sem var dæmdur í átta ára fangelsi meðan á henni stóð, en tókst þó að klára hana, í Sunnudagsblaði helgarinnar.

Myndin er framlag Þjóðverja til Óskarsverðlaunanna og hefur verið tilnefnd í flokki erlendra mynda. Hún verður sýnd á Þýskum kvikmyndadögum, sem hefjast á föstudag. Verður myndin sýnd 21., 24., 26. og 28. febrúar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant