Vel fór á með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta, og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra er þau hittust í fyrsta sinn í gær.
Þau eru stödd á Öryggisráðstefnunni í München í Þýskalandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er einnig á ráðstefnunni.
Ólafur Ragnar deildi myndbandi af fyrstu kynnum þeirra Kristrúnar á samfélagsmiðlunum X.
It is the irony of history that my first encounter with the new PM of #Iceland @KristrunFrosta after she formed her new Government is in the Imperial Hall “Keisersaal” in the Palace of the King Maximilian I; @MunSecConf pic.twitter.com/sJec7wY1ob
— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) February 15, 2025