Gerði allt vitlaust með eldheitum myndum

Pete Davidson er eldheitur í nýrri auglýsingaherferð Reformation.
Pete Davidson er eldheitur í nýrri auglýsingaherferð Reformation. Samsett mynd

Ný auglýsingaherferð bandaríska tískumerkisins Reformation, með grínistann Pete Davidson, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Saturday Night Live, í aðalhlutverki hefur vakið mikla athygli síðustu daga.

Myndirnar sýna Davidson, sem er 31 árs, í öðru ljósi en við erum vön, en uppistandarinn stillti sér upp fyrir myndavélina meðal annars á nærfötum einum klæða og sýndi líkama sinn án húðflúrs. Davidson hefur hægt og bítandi verið að láta fjarlægja húðflúr sín, sem töldu hátt í 200 og skreyttu líkama hans frá toppi til táar, síðustu ár.

Davidson, sem kallast einfaldlega „hinn fullkomni kærasti“ í auglýsingaherferðinni, hefur verið ansi vinsæll hjá kvenpeningnum síðustu ár og átt í ástarsamböndum við vel þekktar konur í Hollywood. Þar á meðal eru Kim Kardashian, Emily Ratajkowski, Ariana Grande, Kaia Gerber, Margaret Qualley, Kate Beckinson og Phoebe Dynevor.

View this post on Instagram

A post shared by Reformation (@reformation)

View this post on Instagram

A post shared by Reformation (@reformation)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir, en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant