Anora hlaut fimm Óskarsverðlaun

Sean Baker, leikstjóri Anora, heldur á óskarsverðlaunastyttunum.
Sean Baker, leikstjóri Anora, heldur á óskarsverðlaunastyttunum. AFP

Kvikmyndin Anora, undir leikstjórn Sean Baker, sópaði að sér Óskarsverðlaunum sem afhent voru í Hollywood í 97. sinn í nótt. Anora hlaut fimm Óskarverðlaun, þar á meðal fyrir bestu myndina og Mikey Madison, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni, var valin besta leikkonan.

Adrien Brody var valinn besti karlleikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni The Brutalist, Zoe Saldana var valin besta leikkonan í aukahlutverki í myndina Emilia Péréz og Kieran Culkin var valinn besti karlleikarinn í aukahlutverki.

Mikey Madison var valin besta leikkonan en hún leikur aðalhlutverkið …
Mikey Madison var valin besta leikkonan en hún leikur aðalhlutverkið í myndinni Anora. AFP

Anora, sem fjallar um nektardansara í Brooklyn, fékk sex tilnefningar og vann fimm verðlaun en Sean Baker var valinn besti leikstjórinn í fyrsta sinn og þá fékk myndin Óskarsverðlaunin fyrir að besta handritið og fyrir bestu klippinguna. Baker er sá fyrsti í sögunni sem vinnur til ferna verðlauna fyrir sömu mynd.

Söngleikurinn Emilia Perez var sú mynd sem var með flestar tilnefningarnar en myndin hlaut aðeins tvenn Óskarsverðlaun.

„Ég vil þakka Akademíunni fyrir að viðurkenna raunverulega óháða kvikmynd,“ sagði Baker þegar hann tók við aðalverðlaunum kvöldsins.

„Þessi mynd var gerð í blóði, svita og tárum með ótrúlegum listamönnun,“ sagði Baker enn fremur en mynd hans hlaut Gullpálmann eftir heimsfrumsýningu myndarinnar í Cannes á síðasta ári.

Hér má sjá alla verðlaunahafa á Óskarsverðlaunahátíðinni og þeir sem voru tilnefndir

Adrien Brody var valinn besti karlleikkarinn fyrir hlutverk sitt í …
Adrien Brody var valinn besti karlleikkarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni The Brutalist. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur vaxandi þörf fyrir að leggjast í ferðalög og víkka þannig sjóndeildarhring þinn. Einhver mun hugsanlega reyna að blekkja þig eða þá að þú reynir að blekkja aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur vaxandi þörf fyrir að leggjast í ferðalög og víkka þannig sjóndeildarhring þinn. Einhver mun hugsanlega reyna að blekkja þig eða þá að þú reynir að blekkja aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Sofie Sarenbrant