Macaulay Culkin: „Ég grét“

Brenda Song and Macaulay Culkin voru heldur betur glæsileg.
Brenda Song and Macaulay Culkin voru heldur betur glæsileg. Ljósmynd/AFP

Macaulay Culkin, eldri bróðir Óskarsverðlaunahafans Kieran Culkin, brast í grát þegar tilkynnt var um sigurvegara í flokki besta leikara í aukahlutverki á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudag. Kieran, 42 ára, vann fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni A Real Pain.

„Ég grét,“ sagði Macaulay við sjónvarpsmanninn Tan France er hann mætti í Vanity Fair-fögnuðinn að lokinni Óskarsverðlaunahátíðinni. Leikarinn, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Home Alone, My Girl og Uncle Buck, mætti á viðburðinn ásamt unnustu sinni, leikkonunni Brendu Song.

Kieran fagnaði sigrinum ásamt eiginkonu sinni, Jazz Charton, og öðrum sigurvegurum kvöldsins á hinum árlega Governors Ball-fögnuði.

Fagnaði sigrinum með eiginkonu sinni.
Fagnaði sigrinum með eiginkonu sinni. Ljósmynd/AFP

Culkin-systkinin eru sjö talsins, en þrjú þeirra hafa átt ágætis velgengni að fagna í Hollywood, sérstaklega á barnsaldri. Frægð Kieran náði þó nýjum hæðum þegar hann hreppti hlutverk í þáttaröðinni Succession árið 2018 og hefur hann verið á mikilli sigurgöngu síðan. 

Kieran Culkin hreppti Óskarinn í flokki besta leikara í aukahlutverki.
Kieran Culkin hreppti Óskarinn í flokki besta leikara í aukahlutverki. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir