Þessi hljóta Íslensku tónlistarverðlaunin 2025

Tónlistarkonan Bríet hlaut verðlaun fyrir plötu ársins ásamt rapparanum Birni, …
Tónlistarkonan Bríet hlaut verðlaun fyrir plötu ársins ásamt rapparanum Birni, 1000 orð. Ljósmynd/Sunna Ben

Íslensku tónlistarverðlaunin 2025 voru veitt Silfurbergi Hörpu í kvöld en sýnt var frá athöfninni í beinni útsendingu á RÚV. 

Hljómplötuútgefandinn Steinar Berg Ísleifsson tók við heiðursverðlaunum hátíðarinnar en hljómsveitin Múr var valin bjartasta vonin að þessu sinni. 

Verðlaun fyrir bestu plötur ársins í hinum ýmsu flokkum komu í hlut Emiliönu Torrini, Bríetar og Birnis, Supersport!, Sifjar Margrétar Tulinius, Guðmundar Péturssonar, Snorra Hallgrímssonar og Kjartans Valdemarssonar og Stórsveitar Reykjavíkur. 

Óskar Guðjónsson, Magnús Jóhann Ragnarsson, Una Torfa og Víkingur Heiðar Ólafsson voru valin flytjendur ársins. 

Friðrik Ómar sá um að stýra dagskránni en Rebekka Blöndal, Múr, Bríet, Sif Tulinius, Kaktus Einarsson og Nýdönsk voru meðal þeirra sem sáu um tónlistaratriði.

Magni Ásgeirsson var verðlaunaður fyrir söng ársins í flokki popp-, …
Magni Ásgeirsson var verðlaunaður fyrir söng ársins í flokki popp-, rokk-, hipp hopp- og raftónlistar. Ljósmynd/Sunna Ben

Steinar Berg heiðraður

„Það er nokkuð um liðið síðan ég hætti í tónlistarútgáfu eftir að hafa eytt starfsævinni í það. Þannig að það kom svolítið á óvart að þetta skyldi koma upp núna,“ segir heiðursverðlaunahafinn Steinar Berg Ísleifsson í samtali við Morgunblaðið.

„Þetta starf hefur ekki endilega alltaf verið þakklátt og það hefur oft verið deilt á útgefendur svo ég átti ekki von á þessu. Ég tel nú engu að síður að ég og mitt starfsfólk höfum af mikilli ástríðu lagt gott til íslenskrar tónlistarútgáfu í ansi mörg ár. Ég er þakklátur fyrir veitingu þessara heiðursverðlauna en samstarfsfólk mitt á að sjálfsögðu hlut að máli,“ segir hann. 

Rætt verður nánar við Steinar Berg á menningarsíðum Morgunblaðsins á föstudag.

Hljómplötuútgefandinn Steinar Berg Ísleifsson tók við heiðursverðlaunum íslensku tónlistarverðlaunanna.
Hljómplötuútgefandinn Steinar Berg Ísleifsson tók við heiðursverðlaunum íslensku tónlistarverðlaunanna. Ljósmynd/Sunna Ben

Listi yfir verðlaunahafa

Plötur ársins

  • Kvikmynda- og leikhústónlist: Innocence - Snorri Hallgrímsson
  • Djasstónlist: Öræfi - Kjartan Valdemarsson, Stórsveit Reykjavíkur
  • Hipphopp og raftónlist: 1000 orð - Bríet og Birnir
  • Önnur tónlist: Wandering Beings - Guðmundur Pétursson
  • Rokktónlist: allt sem hefur gerst - Supersport!
  • Sígild og samtímatónlist: De Lumine - Sif Margrét Tulinius
  • Popptónlist: Miss Flower - Emiliana Torrini

Lög og tónverk ársins

  • Hipphopp og raftónlist: Monní - Aron Can
  • Önnur tónlist: Mona Lisa - Markéta Irglová
  • Djasstónlist: Visan - Ingi Bjarni
  • Rokktónlist: Í Draumalandinu - Spacestation
  • Sígild og samtímatónlist: Konsert nr. 2 fyrir hljómsveit - Snorri Sigfús Birgisson
  • Popptónlist: Fullkomið farartæki - Nýdönsk

Flytjendur ársins

  • Djasstónlist: Óskar Guðjónsson
  • Önnur tónlist: Magnús Jóhann Ragnarsson
  • Popp, rokk, hipphopp og raftónlist: Una Torfa
  • Sígild og samtímatónlist: Víkingur Heiðar Ólafsson

Söngur ársins

  • Sígild og samtímatónlist: Ólafur Kjartan Sigurðarson
  • Djasstónlist: Marína Ósk Þórólfsdóttir
  • Popp, rokk, hipphopp og raftónlist: Magni Ásgeirsson

Önnur verðlaun

  • Heiðursverðlaun: Steinar Berg Ísleifsson 
  • Bjartasta vonin: Múr
  • Tónlistarmyndband ársins: 1000 orð - stuttmynd - Erlendur Sveinsson
  • Texti ársins: Óperan hundrað þúsund - Kristín Eíríksdóttir
  • Upptökustjórn ársins: Bára Gísladóttir: Orchestral Works - Ragnheiður Jónsdóttir, Daniel Shores
  • Tónlistargrafík ársins: Lobster Coda - Shrey Kathuria, Hildur Erna Villiblóm
  • Vinsælasta tónlist ársins í samvinnu við Rúv og Rás 2: Laufey Lín
Hljómsveitin síunga, Nýdönsk, hélt áfram ferðalagi sínu á fullkomnu farartæki …
Hljómsveitin síunga, Nýdönsk, hélt áfram ferðalagi sínu á fullkomnu farartæki en lagið var valið lag ársins í flokki popptónlistar. Ljósmynd/Sunna Ben
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er tímabært að hefjast handa við verkefni sem þú hefur lengi borið fyrir brjósti. Bíddu frekar þar til gott tækifæri gefst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er tímabært að hefjast handa við verkefni sem þú hefur lengi borið fyrir brjósti. Bíddu frekar þar til gott tækifæri gefst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sarenbrant
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Jill Mansell
4
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir