„Ég myndi klæðast þessum kjól þegar ég færi að sækja börnin í skólann“

Nú hefur Kylie Jenner hafið kynningu og sölu á nýjum latexkjólum fyrir vörumerki sitt Khy og kaus að sitja fyrir í einum slíkum sjálf. Í myndbandi sem hún birti á Instagram í vikunni klæðist hún flegnum, rauðum latexkjól úr línunni. 

Netverjar eru ekkert óvanir því að sjá hana á ögrandi myndum og í litlum klæðnaði en það var öllu heldur það sem hún sagði í myndbandinu sem vakti fólk upp frá góðum draumi.

„Ég myndi klæðast þessum kjól þegar ég færi að sækja börnin í skólann.“ 

Jenner á tvö börn, Stormi sem er sjö ára og Aire, þriggja ára, ásamt fyrrverandi kærasta sínum og rapparanum Travis Scott.

Hún segist í myndbandinu einnig myndu fara á viðskiptafund í latexkjólnum og að brjóstin séu alveg örugg í kjólnum.

Einhverjum þótti tveggja barna móðirin hafa farið yfir strikið á meðan aðrir tóku upp hanskann fyrir hana og sögðu þetta vera kímnigáfu Jenner og ekkert annað.

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil gæfa að eiga trúnaðarvin sem tekur á viðkvæmustu málum þannig að enginn býður hnekki af. Ekki er gott að taka ákvarðanir í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Luxenburg
2
Sebastian Richelsen
3
Lone Theils
4
Jónína Leósdóttir
5
Guðrún J. Magnúsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil gæfa að eiga trúnaðarvin sem tekur á viðkvæmustu málum þannig að enginn býður hnekki af. Ekki er gott að taka ákvarðanir í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Luxenburg
2
Sebastian Richelsen
3
Lone Theils
4
Jónína Leósdóttir
5
Guðrún J. Magnúsdóttir