Það er alltaf mikið um að vera á samfélagsmiðlinum TikTok og Íslendingar eru duglegir að setja inn skemmtilegt efni þar sem grín, óvæntar uppákomur, ferðalög og hversdagslíf halda áhorfendum við efnið. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir það helsta sem hefur vakið athygli í vikunni.
Karen Björg Lindsay gefur okkur innsýn í líf sitt og sýnir frá því þegar hún fylgir kærastanum sínum, Brynjólfi Willumssyni, á fótboltaleik. Brynjólfur spilar fyrir FC Groningen í Amsterdam.
Sunneva Eir Einarsdóttir klæðir sig upp fyrir sérstakan Kylie Cosmetics-kvöldverð. Hún og vinkona hennar, Jóhanna Helga Jensdóttir, dvöldu nýverið á Spáni í áhrifavaldaferð í boði Kylie Jenner, þar sem þær fengu að prufa nýtt ilmvatn sem Jenner er að setja á markað.
Ólafur Alexander Ólafsson, einn af eigendum barsins Nínu og skemmtistaðarins Auto, veitir áhorfendum innsýn í lífið á klúbbnum í þáttaseríu sem hann hefur haldið úti á TikTok um skeið. Hér fyrir neðan má sjá fjórða þáttinn úr annarri syrpu seríunnar.
Ástrós Traustadóttir, áhrifavaldur og hlaðvarpsstjórnandi, sýnir frá sínum kósí klæðaburði í nýju TikTok-myndbandi, þar sem hún klæðir sig upp fyrir daginn.
Alexander Óli Vídalín Knudsen hefur vakið athygli fyrir að lesa upp aðsendar sögur frá fólki og hefur haldið þessu uppi um nokkurt skeið. Myndböndin njóta mikilla vinsælda, enda margar sögurnar bæði skemmtilegar og bráðfyndnar.
Söngkonan Emilía Hugrún Lárusdóttir og tónlistarmaðurinn Þorsteinn Helgi, einnig þekktur sem Fosteii, fóru skemmtilega leið í flutningi á Bleikum Range Rover – nýja laginu þeirra Birnis og Arons Kristins. Endurútgáfan sló í gegn og hefur vakið mikla athygli, svo mikla að aðdáendur kalla nú eftir fullri lengd af útgáfunni.
Anna Hákonardóttir hefur dvalið í Taílandi síðustu vikur og verið virk á TikTok, þar sem hún deilir ævintýrum sínum þaðan. Ferðin tók hins vegar óvænta beygju þegar hún fékk bakteríusýkingu sem leiddi upp í nýrun, og þarf hún nú að dvelja í nokkra daga á sjúkrahúsi til að ná sér.