Er þetta heitasta parið um þessar mundir?

Jennifer Aniston og Pedro Pascal.
Jennifer Aniston og Pedro Pascal. Samsett mynd/Instagram

Sílenski leikarinn Pedro Pascal og bandaríska leikkonan Jennifer Aniston eru sögð vera að stinga saman nefjum þessa dagana, en þau sáust yfirgefa veitingastaðinn Tower Bar á Sunset Tower-hótelinu í Hollywood á laugardagskvöldið.

Parið reyndi eftir bestu getu að láta lítið fyr­ir sér fara en að sögn viðstaddra þá spjölluðu Pascal og Aniston langt fram á kvöld og virtust njóta félagsskapar hvort annars. 

Pascal skaust upp á stjörnuhimininn árið 2015 í þáttaröðinni Narcos og hefur leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru síðan. Hann hefur haldið einkalífi sínu úr sviðsljósinu og því er lítið vitað um sambandssögu leikarans, en orðrómur um kynhneigð Pascal hefur verið á kreiki síðustu ár.

Aniston varð heimsfræg á 10. áratugnum þegar hún fór með hlutverk hinnar stórskemmtilegu Rachel Green í gamanþáttaröðinni Friends. Leikkonan hefur um árabil verið ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood og farið með ótal burðarhlutverk í bæði kvikmyndum og þáttaröðum.

Aniston er tvískilin. Hún var gift leikaranum Brad Pitt á árunum 2000 til 2005 og Justin Theroux á árunum 2015 til 2017.

View this post on Instagram

A post shared by Page Six (@pagesix)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samanburður kemur þér bara í vandræði. Gættu þess að samskiptaleiðir þínar við aðra séu opnar og ekkert hindri tjáskipti þín við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samanburður kemur þér bara í vandræði. Gættu þess að samskiptaleiðir þínar við aðra séu opnar og ekkert hindri tjáskipti þín við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Arnaldur Indriðason