Jennifer Coolidge segir kynlífið hafa breyst til hins betra

Jennifer Coolidge er hæstánægð með athyglina sem hún fær frá …
Jennifer Coolidge er hæstánægð með athyglina sem hún fær frá hinu kyninu eftir leik sinn í þáttunum The White Lotus. AFP/Angela Weiss

Leikkonan Jennifer Coolidge segir frá því að kynlífið hafi breyst til hins betra eftir frammistöðu sína í þáttunum The White Lotus, sem m.a. varð til þess að hún hreppti Emmy-verðlaun sem leikkona í aukahlutverki, í fyrra.

„Jafnvel þótt ég leiki hálfgerðan furðufugl í White Lotus þá laðast sætir gaurar að mér,“ sagði Coolidge í viðtali við Sunday Times í gær.

Coolidge, sem er 63 ára, segist njóta „ágóðans“ betur núna en eftir að hún lék móður Stifflers í kvikmyndinni American Pie (1999).

„Þetta er miklu betra en American Pie vegna þess að fólk er mjög sorgmætt yfir að Tanya [sem hún leikur í þáttunum] dettur útbyrðis,“ segir Coolidge. „Mönnum líkar betur við þig vegna þess að þeim finnst þú hafa gengið í gegnum eitthvað. Þátturinn hefur lífgað upp á einkalífið.“

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Við þurfum öll á heimili og fjölskyldu að halda. Gerðu varúðarráðstafanir vegna slysa og sýndu þolinmæði og samstarfsvilja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Sebastian Richelsen
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Við þurfum öll á heimili og fjölskyldu að halda. Gerðu varúðarráðstafanir vegna slysa og sýndu þolinmæði og samstarfsvilja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Sebastian Richelsen
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Kolbrún Valbergsdóttir