Tiger Woods opinberar ástina

Tiger Woods og Vanessa Trump.
Tiger Woods og Vanessa Trump. Samsett mynd

Tiger Woods, frægasti kylfingur allra tíma, og Vanessa Trump, fyrrverandi tengdadóttir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hafa nú opinberað ástarsamband sitt á samfélagsmiðlum.

Woods birti fallegar myndir af sér og Trump á samfélagsmiðlasíðunni X, áður þekkt sem Twitter, í gærdag.

„Ástin er í loftinu og lífið er betra með þér. Við hlökkum til að ganga saman í gegnum lífið,” skrifaði Woods er hann óskaði eftir næði að svo stöddu.

Woods, 49 ára, og Trump, 47 ára, hafa reynt allt til að halda sam­bandi sínu frá vök­ul­um aug­um fjöl­miðla síðustu mánuði, en ástar­b­loss­inn er sagður hafa kviknað í lok nóv­em­ber, í kring­um þakk­ar­gjörðar­hátíðina.

Woods var kvænt­ur sænsku fyr­ir­sæt­unni Elin Nor­degren á ár­un­um 2004 til 2010. Þekkt er að upp úr hjóna­bandi þeirra slitnaði eft­ir að Woods varð upp­vís að ít­rekuðu fram­hjá­haldi árið 2009. Sam­an eiga þau tvö börn.

Trump var gift Don­ald Trump Jr. á ár­un­um 2005 til 2018. Þau eiga fimm börn.

Tiger Woods deildi tveimur myndum af parinu.
Tiger Woods deildi tveimur myndum af parinu. Skjáskot/X
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Við þurfum öll á heimili og fjölskyldu að halda. Gerðu varúðarráðstafanir vegna slysa og sýndu þolinmæði og samstarfsvilja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Við þurfum öll á heimili og fjölskyldu að halda. Gerðu varúðarráðstafanir vegna slysa og sýndu þolinmæði og samstarfsvilja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Kolbrún Valbergsdóttir