Heiðrar minningu unnusta síns

Shayanna Jenkins er dugleg að minnast unnusta síns, Aaron Hernandez.
Shayanna Jenkins er dugleg að minnast unnusta síns, Aaron Hernandez. Skjáskot/Instagram

Shayanna Jenkins, unnusta NFL-leikmannsins, Aaron Hernandez heitins, heiðrar minningu hans með fallegum myndum af honum og dóttur þeirra.

Hernandez framdi sjálfsvíg fyrir tæpum átta árum, aðeins 27 ára, þar sem hann sat í fangelsi og afplánaði lífstíðardóm fyrir morð.

Jenkins setti mynd af tólf ára dóttur þeirra Hernandez, Avielle, í kirkju þar sem hún hafði skeytt við mynd af Hernandez sem tekin var 2012.

Eftir andlát Hernandez hefur Jenkins reglulega sett inn færslur á samfélagsmiðla til að minnast unnusta síns, sem lék með New England Patriots á árunum 2010-2012. „Þú yfirgafst þennan heim en ekki hjarta mitt,“ skrifaði Jenkins á Instagram árið 2022, ásamt því að deila nokkrum fjölskyldumyndum.

Hernandez fannst látinn í klefa sínum í Massachusetts öryggisfangelsinu í apríl 2017 þar sem hann afplánaði lífstíðardóm fyrir morðið á fótboltamanninum Odin Lloyd, kærasta systur Jenkins, Shaneah Jenkins.

Þess má geta að gefnir voru út heimildaþættirnir á Netflix, Killer Inside: The Mind of Aaron Hernandez (2020), sem fjalla um Hernandez og morðmálið.

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Á leiðinni upp á toppinn er erfitt að bera sig ekki saman við næsta mann, en þú skalt sleppa því. Með því að vera þú sjálfur færðu íhaldssamara fólk til að fara hjá sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Luxenburg
2
Sebastian Richelsen
3
Lone Theils
4
Jónína Leósdóttir
5
Guðrún J. Magnúsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Á leiðinni upp á toppinn er erfitt að bera sig ekki saman við næsta mann, en þú skalt sleppa því. Með því að vera þú sjálfur færðu íhaldssamara fólk til að fara hjá sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Luxenburg
2
Sebastian Richelsen
3
Lone Theils
4
Jónína Leósdóttir
5
Guðrún J. Magnúsdóttir