Umdeildur „fitubollu-filter“ fjarlægður

Þessar vinkonur prófuðu filterinn.
Þessar vinkonur prófuðu filterinn. Samsett mynd

„Filter“ sem gerði allt vitlaust á samfélagsmiðlasíðunni TikTok nýverið hefur verið tekinn úr umferð.

Hinn svokallaði „chubby-filter“, sem þýða má gróflega sem „fitubollu-filter“, var að finna í myndvinnsluforritinu CapCut.

„Filterinn“ breytti notendum í feitari útgáfu af sjálfum sér og voru fjölmargir sem deildu slíkum myndum af sér á TikTok í gríni.

Færslurnar vöktu, eins og við mátti búast, mikla athygli, alls ekki jákvæða, á samfélagsmiðlasíðunni. Þeir netverjar sem birtu myndir af sér með „filterinn“ fengu á sig mikla gagnrýni, enda litu flestir á þetta sem fitufordóma, ekki grín.

Einn af þeim sem gagnrýndu „filterinn“ var TikTok-notandinn Sadie Bass. Hún birti myndskeið þar sem hún talaði um neikvæð áhrif svona efnis og sagði það kynda undir „bál fitufordóma“.

Færsla Bass fékk mikil viðbrögð og voru allflestir sammála henni. 

@sadiebass16 Literally when did we start body shaming again? Why are we going backwards in 2025!!! #chubbyfilter #bodyshaming #bodyimage ♬ original sound - sadiebass
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Við þurfum öll á heimili og fjölskyldu að halda. Gerðu varúðarráðstafanir vegna slysa og sýndu þolinmæði og samstarfsvilja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Sebastian Richelsen
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Við þurfum öll á heimili og fjölskyldu að halda. Gerðu varúðarráðstafanir vegna slysa og sýndu þolinmæði og samstarfsvilja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Sebastian Richelsen
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Kolbrún Valbergsdóttir