Harry prins ekki ánægður með myndbirtingar af börnunum

Harry Bretaprins og Meghan Markle í Abuja, Nígeríu, í Maí …
Harry Bretaprins og Meghan Markle í Abuja, Nígeríu, í Maí 2024. AFP

Harry Bretaprins er sagður ekkert ýkja ánægður yfir að eiginkona hans, Meghan Markle hertogaynjuna af Sussex, skuli nota börnin þeirra til að kynna vörumerkið sitt, As Ever.

Samkvæmt Matt Wilkinson, konunglegum ritstjóra tímaritsins Sun, eru hertoginn og hertogaynjan af Sussex ekki sammála þegar kemur að myndbirtingum af börnunum þeirra, Archie prins, fimm ára, og Lilibet prinsessu, þriggja ára, á samfélagsmiðlum.

„Eins og ég skil þetta myndi Harry helst ekki vilja að börnin hans væru sýnileg á samfélagsmiðlum,“ segir Wilkinson.

„Hann vill ekki að þau séu mynduð,“ bætir hann við. „Hann hefur þá hugmynd að ef hann fari með þau út fyrir Montecito, sé hópur fólks sem reyni að taka myndir af börnunum hans.“

Hins vegar hafi Markle engan áhuga á að „fela“ börnin. Þrátt fyrir að hún sýni ekki andlit þeirra, þá notar hún myndir af þeim til að kynna vörumerkið og sjálfa sig sem „heimavinnandi húsmóðir“.

View this post on Instagram

A post shared by @aseverofficial

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
3
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
3
Lucinda Riley