Mun bylta tilvist fólks á næstu árum

Eyþór segir sellóið eins og höggmynd af mannslíkama enda sé …
Eyþór segir sellóið eins og höggmynd af mannslíkama enda sé það mjög mannlegt í laginu. Morgunblaðið/Eyþór

„Það má rekja þessa plötu til covid þegar ég var lokaður inni með sellóið mitt og hafði góðan tíma til að spila á það en upptökutæknin er orðin þannig að ég gat verið að taka upp 20 selló saman á einfaldan hátt,“ segir Eyþór Arnalds, sellóleikari og lagahöfundur, sem gaf út sólóplötu sína, The Busy Child, í síðustu viku.

„Þegar við vorum öll lokuð inni með okkar hugsunum var þessi stóra bylting með gervigreindina að byrja. Þá velti ég því fyrir mér hvert við værum að fara og hvað það væri sem gerði okkur mennsk.

Er vélgreind endilega gervigreind eða er hún kannski einfaldlega framandi greind? Ég horfði því á þessa sviðsmynd, hvert við gætum verið að stefna, en málið er að við vitum það eiginlega ekki enn þá.“

„Þegar við vorum öll lokuð inni með okkar hugsunum var …
„Þegar við vorum öll lokuð inni með okkar hugsunum var þessi stóra bylting með gervigreindina að byrja. Þá velti ég því fyrir mér hvert við værum að fara og hvað það væri sem gerði okkur mennsk.“ mbl.is/Eyþór

Gervigreindin er út um allt

Inntur eftir því hvort mikill munur sé á því að semja tónlist upp á gamla mátann eða nýta tæknina með aðstoð gervigreindar segir Eyþór vélgreindina enn takmarkaða.

„Hún hefur þó verið að taka stökk, liggur við í hverjum mánuði núna, og við erum að sjá breytingar sem kannski fólk átti ekki von á að gætu náðst. Auðvitað er fólk aðallega búið að sjá þetta í texta og myndum en það sem hefur kannski komið því á óvart er að gervigreindin getur verið mjög öflug í því sem við teljum vera mennskt, eins og t.d. tungumálinu, myndum og hljóði,“ segir hann og bætir því við að flestir hafi kannski átt von á því að gervigreindin myndi leysa fyrst af hólmi einföld störf en hún sé hins vegar út um allt.

Eyþór segir gervigreindina koma til með að bylta störfum, listum …
Eyþór segir gervigreindina koma til með að bylta störfum, listum og tilvist fólks á næstu árum. mbl.is/Eyþór

„Hún mun bylta störfum, listum og tilvist fólks á næstu árum. Að vissu leyti eru þessar breytingar eins og Heinz-tómatsósa. Fyrst kemur lítið og svo kemur allt.“

Tekur hann verkföllin í Hollywood sem dæmi.

„Þau voru að miklu leyti út af gervigreindinni því stúdíóin hafa rétt á að nota leikarana áfram í öðrum myndum sem þeir ætluðu sér kannski aldrei að leika í. Það sama á við um handritshöfunda og fleiri. Við sjáum það líka á umræðunni þessa dagana um íslenska rithöfunda að gervigreindin er búin að vera að borða bækur þeirra á laun. Þannig að allt þetta vekur spurningar um hvað það sé sem geri okkur mennsk.

Titill plötunnar er ákveðið hugtak í gervigreindarfræðunum, það er að mannkynið hefur búið til alls konar hluti en yfirleitt hafa það verið dauðir hlutir sem við stjórnum. En þessi afurð er „busy“ og við getum kallað hana Hið iðna barn eða The Busy Child sem í raun og veru getur farið að búa til hluti sjálfstætt. Það er stór breyting á þróun lífs.“

Eyþór á tvö selló en langar í fleiri.
Eyþór á tvö selló en langar í fleiri. mbl.is/Eyþór

Spurður í kjölfarið hvort framtíðin í tónsmíðinni liggi þá í gervigreindinni segist hann nokkuð viss um að hún verði notuð í auknum mæli.

„Hins vegar verðum við líka að horfa á mannlega þáttinn og hvað aðgreinir okkur frá gervigreindinni. Ég held að gervigreindin sé að vissu leyti eins og spegill. Hún lærir af okkur og við af henni. Það er sama hvort það er í listum, framleiðslu eða öðru, þá erum við að búa til nýja vídd í mannlegu samfélagi með öflugasta tóli sem við höfum haft.“

Eyþór með sellóið sitt úti í náttúrunni á Þingvöllum.
Eyþór með sellóið sitt úti í náttúrunni á Þingvöllum. Ljósmynd/Vikram Pradham
Eyþór hefur þegar gert myndbönd við þrjú lög af plötunni …
Eyþór hefur þegar gert myndbönd við þrjú lög af plötunni og hafa þau fengið frábærar viðtökur á YouTube. mbl.is/Eyþór

Viðtalið í heild sinni má finna á menningarsíðum Morgunblaðsins á laugardaginn, þann 5. apríl, en þar fer Eyþór meðal annars yfir langan og farsælan feril sinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Abby Jimenez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú skiptir öllu máli að finna réttu aðferðina til að ná viðunandi árangri. Sjálfstraust er allt sem til þarf. Þú getur allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Abby Jimenez