Cyrus skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Noah Cyrus hefur lengi verið þekkt fyrir gotneskan stíl.
Noah Cyrus hefur lengi verið þekkt fyrir gotneskan stíl. Ljósmynd/Arturo Holmes

Yngri systir bandarísku tónlistarkonunnar Miley Cyrus, hin 25 ára gamla Noah Cyrus, skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið þegar hún steig á svið ásamt rapparanum Shaboozey á Coachella-tónlistarhátíðinni í Indio í Kaliforníu á sunnudag.

Cyrus og Shaboozey, sem heitir réttu nafni Collins Obinna Chibueze, fluttu lagið My Fault við mikinn fögnuð viðstaddra.

Cyrus vakti mikla athygli í hvítum, dramatískum og gegnsæjum síðkjól. Söngkonan hafði ekki fyrir því að klæða sig í brjóstahaldara en hún huldi sitt allra heilagasta með hvítum þveng. 

Fjöldi þekktra einstaklinga tróð upp á Coachella-hátíðinni um liðna helgi, en hátíðin hefur verið haldin árlega tvær helgar í apríl frá árinu 1999. 

Meðal þeirra sem trylltu lýðinn voru Lady Gaga, Laufey, Missy Elliot, Post Malone, Megan Thee Stallion og Green Day.

View this post on Instagram

A post shared by Just Jared (@justjared)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Lotta Luxenburg
4
Guðrún J. Magnúsdóttir
5
Jónína Leósdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Lotta Luxenburg
4
Guðrún J. Magnúsdóttir
5
Jónína Leósdóttir