Dóttir Perry fylgdist spennt með geimskotinu

Katy Perry og Daisy Dove Bloom.
Katy Perry og Daisy Dove Bloom. Samsett mynd

Hin fjögurra ára gamla Daisy Dove Bloom, dóttir poppstjörnunnar Katy Perry og leikarans Orlando Bloom, fylgdist spennt með móður sinni þegar hún fór með flaug Blue Origin út í geiminn á mánudagsmorgun.

Geimfarinu, sem er í eigu fyrirtækis Jeff Bezoz, var skotið á loft í Texas í Bandaríkjunum og var í heilar ellefu mínútur á flugi.

Áhöfnin samanstóð af sex konum, þar á meðal sjónvarpskonunni Gayle King og unnustu Bezos, rithöfundinum Lauren Sánchez.

Áhöfnin.
Áhöfnin. Skjáskot/Instagram

Perry tók fagurfífil (e. Daisy) með sér um borð í flaugina, til heiðurs dóttur sinni, og deildi myndskeiði af sér á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún sést svífa um flaugina með blómið í hönd.

Perry og Bloom reyna allt hvað þau geta til þess að halda dóttur sinni utan sviðsljóssins. Það kom því mörgum á óvart þegar Bloom mætti með Daisy, sem var klædd í geimbúning, til að fylgjast með þessu mikla ævintýri.

Perry og Bloom hafa verið saman frá árinu 2016.

View this post on Instagram

A post shared by KATY PERRY (@katyperry)

View this post on Instagram

A post shared by KATY PERRY (@katyperry)

View this post on Instagram

A post shared by Blue Origin (@blueorigin)




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Lotta Luxenburg
4
Guðrún J. Magnúsdóttir
5
Jónína Leósdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Lotta Luxenburg
4
Guðrún J. Magnúsdóttir
5
Jónína Leósdóttir