Féll fyrir eigin hendi aðeins 54 ára

Nicky Katt.
Nicky Katt. Skjáskot/IMDb

Bandaríski leikarinn Nicholas Lea Katt, jafnan kallaður Nicky Katt, fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles þann 8. apríl síðastliðinn. Tók hann sitt eigið líf.

Systir Katt, Elise Ravenscroft, staðfesti dánarorsök leikarans í yfirlýsingu sem send var á fréttamiðilinn Deadline í gærdag. Hún greindi frá því að leikarinn hefði svipt sig lífi eftir áralanga baráttu við þunglyndi.

Katt er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Dazed & Confused, Boiler Room og School of Rock og þáttaröðinni Boston Public.

Leikarinn var fráskilinn og barnlaus.

Deadline

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Lotta Luxenburg
4
Guðrún J. Magnúsdóttir
5
Jónína Leósdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richelsen
2
Lone Theils
3
Lotta Luxenburg
4
Guðrún J. Magnúsdóttir
5
Jónína Leósdóttir