Julia Fox með berar kinnar á Coachella

Ítalsk-ameríska leikkonan og fyrirsætan Julia Fox virðist ekki vera mikið …
Ítalsk-ameríska leikkonan og fyrirsætan Julia Fox virðist ekki vera mikið fyrir klæðnað sem hylur. Hér er hún þegar hún mætti til Vanity Fair-Óskarspartísins í mars. Michael Tran / AFP

Leikkonan, fyrirsætan og fjölmiðlakonan, Julia Fox, mætti líkt og fjölmargar aðrar stjörnur á Coachella-hátíðina í Indio, Kaliforníu, um liðna helgi. 

Fox var í sannkölluðu kúrekaþema og klæddist stuttum brúnum leðurjakka við beinhvítt korselett, reimuðu aftan á bakinu, og stuttum brókum í stíl, reimuðum í hliðunum sem voru þó opnar að aftan svo nælonsokkabuxnaklæddur afturendinn blasti við.

Fyrirsætan var dugleg að deila myndum frá hátíðinni á Instagram-síðu sinni þar sem hún stillti sér m.a. upp með söngkonunni Charli XCX og rapparanum Tyga.

Fox var í svipuðum gír þegar hún mætti til Grammy-verðlaunahátíðarinnar í febrúar, þá klædd í stuttan svartan leðurjakka og gegnsæjan nælonkjól svo þvengurinn skein í gegn og kinnarnar sáust vel. Þá gerði hún gott betur þegar hún mætti í Vanity Fair-Óskarspartíið í mars, nánast á „evuklæðunum“.

View this post on Instagram

A post shared by Julia Fox (@juliafox)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samanburður kemur þér bara í vandræði. Gættu þess að samskiptaleiðir þínar við aðra séu opnar og ekkert hindri tjáskipti þín við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Sebastian Richelsen
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samanburður kemur þér bara í vandræði. Gættu þess að samskiptaleiðir þínar við aðra séu opnar og ekkert hindri tjáskipti þín við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Sebastian Richelsen
3
Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson
4
Torill Thorup
5
Arnaldur Indriðason