Yngsta Kardashian-systirin í toppformi

Flottar mæðgur!
Flottar mæðgur! Skjáskot/Instagram

Það er óhætt að segja að bandaríska raunveruleikastjarnan og yngsta Kardashian-systirin, hin fjörutíu ára gamla Khloé Kardashian, sé nær óþekkjanleg á ljósmyndum sem hún birti á Instagram-síðu sinni á mánudag.

Kardashian, sem var lengi titluð „feita systirin“, hét því að breyta lífsháttum sínum eftir að hún skildi við körfuboltamanninn Lamar Odom árið 2016, og hefur nú skafið af sér rúm 18 kíló og byggt upp vöðvamassa með breyttu mataræði og styrktarþjálfun.

Raunveruleikastjarnan stillti sér upp ásamt börnum sínum, True og Tatum, á bikiníi einu klæða í nýrri færslu og virðist hún afar sátt í eigin skinni, ef marka má myndirnar.

Fylgjendur Kardashian, sem telja 303 milljónir á samfélagsmiðlasíðunni, hrósuðu henni í hástert fyrir hraustlegt og geislandi útlit, en margir minntust sérstaklega á magavöðvana. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
5
Arnaldur Indriðason
Loka