Fjölskylduhátíð með djassbragði

Hátíðlegt Það verður líf og fjör í Garðabæ um helgina …
Hátíðlegt Það verður líf og fjör í Garðabæ um helgina með Ómari og fleirum í Jazzþorpinu. Morgunblaðið/Eyþór

Hin árvissa bæjarhátíð Jazzþorpið í Garðabæ fer fram á Garðatorgi nú um helgina og verður öllu umfangsmeiri en sú sem haldin var í fyrra. Verður boðið upp á fjölda tónleika og viðburði við allra hæfi, ungra sem aldinna. Ómar Guðjónsson er listrænn stjórnandi þorpsins og er önnum kafinn við undirbúning þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans snemma morguns nokkrum dögum fyrir hátíð. „Við erum að smíða hérna Jazzþorpið, byrjuðum klukkan átta í morgun, tíu manna hópar með hamrana á lofti,“ segir hann eldhress.

Hátíðin hóf göngu sína fyrir þremur árum. „Jazzþorpið er konsept um alls konar listir. Það er matur og drykkur og ástríða, Góði hirðirinn og fleira,“ segir Ómar. „Þetta er hugmynd sem ég kom með fyrir þremur árum og er titlaður listrænn stjórnandi,“ bætir Ómar við. Í raun sé hann eins konar verkstjóri með góða yfirsýn en síðan koma að framkvæmdinni ýmsir starfsmenn Garðabæjar, Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi þar fremst í flokki. „Fólkið sem ber hitann og þungann af þorpinu er Jazzþorpsgengið sem eru upplifunarhönnuðirnir Kristín Guðjóns og Halla Kristjánsdóttir og Hans Vera smiður og ljósmyndari, auk mín og Ólafar. Við byrjuðum að plana þetta þorp nokkrum dögum eftir síðasta þorp og leggjum hjarta okkar í að útkoman sé alltaf betri en síðast,“ segir Ómar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýtt upphaf gefur þér kraft. Taktu fyrsta skrefið í verkefni sem hefur beðið. Það sem þú frestar lengur gæti misst gildi. Treystu eigin ákvörðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýtt upphaf gefur þér kraft. Taktu fyrsta skrefið í verkefni sem hefur beðið. Það sem þú frestar lengur gæti misst gildi. Treystu eigin ákvörðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Yrsa Sigurðardóttir