Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og unnusti hennar, Brooks Laich, fyrrverandi íshokkíleikmaður, eiga von á barni.
Frá þessu greina þau á samfélagsmiðlum.
Katrín og Brooks opinberuðu sambandið sitt árið 2021 en trúlofuðu sig stuttu fyrir síðustu jól.
Katrín Tanja varð heimsmeistari í crossfit árin 2015 og 2016, hafnaði í 3. sæti á leikunum árið 2018 og í fjórða sæti árið 2019. Hún sagði skilið við íþróttina í fyrra.