Fékk eldheitan koss í afmælisgjöf

Gigi Hadid og Bradley Cooper virðast vera yfir sig ástfangin.
Gigi Hadid og Bradley Cooper virðast vera yfir sig ástfangin. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Gigi Hadid fagnaði 30 ára afmæli sínu nýverið með pompi og prakt og voru margar af skærustu stjörnum Hollywood mættar til að fagna deginum með henni, þar á meðal kærasti hennar, stórleikarinn Bradley Cooper.

Meðal þeirra sem fögnuðu áfanganum með Hadid voru leikkonan Zoë Kravitz, fyrirsætan Emily Ratajkowski og að sjálfsögðu móðir afmælisbarnsins, sjónvarpskonan Yolanda Hadid. Yngri systir Hadid, fyrirsætan Bella Hadid, var hvergi sjáanleg.

Hadid, sem varð árinu eldri þann 23. apríl síðastliðinn, gaf innsýn í hátíðarhöldin á Instagram-síðu sinni í gær, sunnudaginn 5. maí, og birti meðal annars eldheita kossamynd af sér og Cooper og er þetta í fyrsta sinn sem hún deilir mynd af sér með honum á samfélagsmiðlum.

Hadid, 30 ára, og Cooper, 50 ára, byrjuðu að stinga nefjum saman í október 2023. Parið hefur verið ansi fámált um sambandið hingað til og reynt að halda sér frá sviðsljósinu.

View this post on Instagram

A post shared by Gigi Hadid (@gigihadid)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren