Ingvar Sigurðsson besti leikarinn í Belgíu

Ingvar E. Sigurðsson.
Ingvar E. Sigurðsson. mbl.is/Ásdís

Lokathöfn alþjóðlegu BSFF-kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu, var haldin með pomp og prakt í gærkvöldi. Þar var tilkynnt að Ingvar E. Sigurðsson hefði hlotið verðlaun hátíðarinnar sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar og framleidd af Heather Millard. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. 

O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan. Eru þetta níundu verðlaun myndarinnar og er hún einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur þörf fyrir breytingu. Ekki bíða eftir fullkomnu tækifæri. Smá skref í nýja átt getur haft meiri áhrif en þú heldur. Fylgstu með hvað kallar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Abby Jimenez
4
Anna Rún Frímannsdóttir
5
Ragnheiður Jónsdóttir