Nágrannar kvörtuðu undan hávaða

Beckham-hjónin!
Beckham-hjónin! Skjáskot/Instagram

Nokkrar kvartanir bárust lögreglunni í Lundúnum vegna hávaða og ónæðis frá veitingastaðnum Core aðfaranótt sunnudags. Ástæða látanna var afmælisveisla ensku knattspyrnugoðsagnarinnar David Beckham, en sá fagnaði fimmtugsafmæli sínu með tilheyrandi látum á laugardagskvöldið.

Afmælisveislan var stjörnum prýdd, en á meðal gesta voru eiginkona afmælisbarnsins, fatahönnuðurinn Victoria Beckham, þrjú af fjórum börnum þeirra, Romeo, Cruz og Harper Seven, stjörnuparið Tom Cruise og Ana de Armas og fyrrverandi liðsfélagar Beckham úr Manchester United, þar á meðal Gary Neville.

Mikið fjör var í mannskapnum en eftir glæsilega matarveislu var sungið og dansað langt fram eftir nóttu, sem angraði víst þó nokkra íbúa Kensington-hverfisins.

Þegar klukkan var að nálgast fjögur að nóttu mættu tveir fulltrúar lögreglunnar og báðu veislugesti um að lækka í tónlistinni og draga úr hávaða, sem að sögn heimildarmanns Daily Mail var farið eftir.

Beckham er mikið afmælisbarn, en fótboltamaðurinn fyrrverandi sló einnig upp heljarinnar veislu í Miami-borg í Bandaríkjunum í byrjun apríl, í tilefni af hálfrar aldar afmæli sínu. Hann gaf skemmtilega innsýn í hátíðarhöldin á Instagram-síðu sinni í bæði skiptin. 

Það hefur vakið sérstaka athygli að elsti sonur Beckham-hjónanna, hinn 26 ára gamli Brooklyn, og eiginkona hans, Nicole Peltz, voru hvorki viðstödd veisluna í Miami í byrjun apríl né í Lundúnum nú um liðna helgi.

Ástæðan er sögð vera bræðraerjur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinur þinn gæti orðið órólegur vegna þess að gamall vinur úr fortíðinni leitar þig uppi. Réttlætiskennd þín er gott veganesti og þér farnast illa ef þú reynir að svæfa hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinur þinn gæti orðið órólegur vegna þess að gamall vinur úr fortíðinni leitar þig uppi. Réttlætiskennd þín er gott veganesti og þér farnast illa ef þú reynir að svæfa hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley