Anne Hathaway sögð hafa lagst undir hnífinn

Anne Hathaway var meðal þeirra sem mættu á Met Gala-hátíðina …
Anne Hathaway var meðal þeirra sem mættu á Met Gala-hátíðina í New York á mánudagskvöldið. Ljósmynd/AFP

Bandaríska verðlaunaleikkonan Anne Hathaway hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir unglegt útlit sitt.

Hathaway þykir hafa tekið miklum útlitsbreytingum undanfarið og telja sumir að hún hafi lagst undir hnífinn og farið í ennis- og/eða andlitslyftingu ásamt því að vera orðin áskrifandi að fylliefnum.

Leikkonan, sem er 42 ára gömul, vakti, eins og við mátti búast, ómælda athygli á Met Gala-hátíðinni á mánudagskvöldið, en það sem vakti hvað mesta athygli viðstaddra var mjög svo unglegt og flekklaust útlit hennar.

Hathaway, einna þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Princess Diaries, Les Misérables og The Devil Wears Prade, var þó stór­glæsi­leg í hönnun frá venesúelska tískuhönnuðinum Carolinu Herrera, með hárið í háu tagli og hálsmen sem minnti marga á sjálft Titanic-menið, The Heart of the Ocean

Þrátt fyrir það þá beindist athyglin öll að andliti leikkonunnar sem virtist strekktara en oft áður.

Leikkonan er sögð hafa lagst undir hnífinn.
Leikkonan er sögð hafa lagst undir hnífinn. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumir hafa svo hvetjandi áhrif að erfitt er að sofna á kvöldin eftir að hafa hitt þá. Láttu því ekkert komast upp á milli þín og vinar þíns og allra síst viðskiptamál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
3
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumir hafa svo hvetjandi áhrif að erfitt er að sofna á kvöldin eftir að hafa hitt þá. Láttu því ekkert komast upp á milli þín og vinar þíns og allra síst viðskiptamál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
3
Lucinda Riley