Nicole Kidman lét síða hárið fjúka

Nicole Kidman var stórglæsileg til fara.
Nicole Kidman var stórglæsileg til fara. Ljósmynd/AFP

Ástralska verðlaunaleikkonan Nicole Kidman vakti ómælda athygli á rauða dregli Met Gala-hátíðarinnar á mánudagskvöldið.

Kidman, sem er þekkt fyrir síða rauða lokka, lét hárið fjúka og skartar nú svokallaðri pixie-klippingu.

Óskarsverðlaunaleikkonan, sem er hvað frægust fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Moulin Rouge, The Hours, Eyes Wide Shut og Practical Magic, frumsýndi nýja hárið er hún gekk upp tröpp­urn­ar sem liggja að Metropolit­an-safn­inu í New York-borg.

Tískugagnrýnendur gripu andann á lofti af undrun þegar Kidman mætti á svæðið og hafa fjölmargir hrósað leikkonunni í hástert fyrir breytinguna.

Kidman, 57 ára, var einkar glæsileg í svörtum kjól frá spænska tískuhúsinu Balenciaga.

Nýja klippingin vakti mikla athygli á dreglinum.
Nýja klippingin vakti mikla athygli á dreglinum. Ljósmynd/AFP
Nicole Kidman á Met Gala-hátíðinni.
Nicole Kidman á Met Gala-hátíðinni. Ljósmynd/Dia Dipasupil
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara yfir málin. Vinir þínir reynast hjálplegir þessa dagana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara yfir málin. Vinir þínir reynast hjálplegir þessa dagana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley