Ný málverk afhjúpuð í tilefni af tveggja ára krýningarafmæli

Konungleg málverk afhjúpuð á tveggja ára krýningarafmæli Karls III.
Konungleg málverk afhjúpuð á tveggja ára krýningarafmæli Karls III. Ljósmynd/AFP

Málverk af bresku konungshjónunum, Karli III. Bretakonungi og eiginkonu hans, Camillu Bretadrottningu, voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Bretlands í Lundúnum fyrr í dag.

Tilefnið er tveggja ára krýningarafmæli.

Konungshjónin voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina og stilltu sér upp við hlið málverkanna.

Tveir listmálarar voru fengnir í verkið, en málverkið af Karli III. var málað af einum Peter Kuhfeld en myndina af Camillu málaði Paul S. Benney.

Karl III. var krýndur konungur Bretlands við hátíðlega athöfn í Westminster Abbey þann 6. maí 2023. Krýningin var sú fyrsta í Bretlandi í 70 ár.

Móðir Karls, Elísabet II. Bretadrottning, lést þann 8. september 2022, 96 ára að aldri.

Konungshjónin afhjúpuðu málverkin.
Konungshjónin afhjúpuðu málverkin. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil hætta á deilum milli vina í dag. Ekki biðja um hjálp eða fá eitthvað lánað, gerðu það sem þú þarft upp á eigin spýtur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren