Kanye West stormaði burt úr viðtali við Piers Morgan

Það er ekki hægt að segja að Piers Morgan og …
Það er ekki hægt að segja að Piers Morgan og Kanye West séu mjög hrifnir hvor af öðrum. Samsett mynd/Instagram/Youtube

Breski spjallþáttastjórnandinn Piers Morgan gagnrýndi rapparann Kanye West fyrir að storma burt úr miðju viðtali við hann í þættinum Piers Morgan Uncensored.

„Tók viðtal við Kanye West aftur í dag. Eins og ég bjóst við, miðað við það sem ég sagði um hann nýverið, þá entist það hvorki lengi né fór vel,“ skrifaði Morgan við mynd af rapparanum sem hann setti á Instagram.

„Þetta er hann rétt áður en hann þrammaði af stað, eins og stórt barn, áður en ég gat spurt hann hvers vegna hann væri orðinn andstyggilegur Hitler-elskandi, nasista-sleginn gyðingahatari.“

West var staddur á Majorka á Spáni þegar viðtalið var tekið og var þar í mynd ásamt félaga sínum sem kallaður er Sneako. Það fór ekki vel af stað þegar Morgan vakti athygli á bakslagi West og umdeildri ímynd hans.

Þegar þáttastjórnandinn sagði svo að West væri með 32 milljónir fylgjenda á miðlinum X fór það heldur betur öfugt ofan í rapparann, sem sagði Morgan vera að draga úr fylgjendafjöldanum.

Það hafði áður kastast í kekki þeirra á milli í öðru viðtali þegar rapparinn neitaði að biðjast afsökunar á gyðingahatursummælum sínum. Þrátt fyrir það ákvað Morgan að bjóða honum í annað viðtal sem fór ekki betur en þetta. 

View this post on Instagram

A post shared by Piers Morgan (@piersmorgan)

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
3
Moa Herngren