Ásta „stórstirni á himni bókmenntanna“

Ásta Sigurðardóttir á frægri ljósmynd sem Jón Kaldal tók af …
Ásta Sigurðardóttir á frægri ljósmynd sem Jón Kaldal tók af listakonunni.

Nýverið kom út á þýsku í þýðingu Tinu Flecken bókin Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttir. Dagný Kristjánsdóttir ritar eftirmála að útgáfunni sem nefnist Streichhölzer (Eldspýtur) á þýsku og útgefandinn er Guggolz Verlag.

„Óhætt er að segja að viðtökur gagnrýnenda í Þýskalandi, sem á annað borð hafa fjallað um bókina, hafi verið stórkostlegar. Í einum af bókmenntaþáttum þýska útvarpsins, Deutschlandfunk Kultur, var talað um sögur Ástu sem merka bókmenntalega uppgötvun. Í umfjöllun þýska stórblaðsins FAZ (Frankfurter Allgemeine Zeitung) fær verkið lofsamlega dóma og segir meðal annars að kvenpersónur Ástu séu afar nútímalegar og söguröddin eigi sér samhljóm í evrópskum bókmenntum síns tíma, jafnvel þótt Ísland hafi verið einangrað þegar sögurnar voru skrifaðar en þær komu út fyrst snemma á sjötta áratugnum. Gagnnrýnandi NZZ (Neue Zürcher Zeitung) heillaðist af botnlausu hyldýpi söguheimsins og hvernig stjórnleysið næði sterkum tökum á lesendum,“ segir í tilkynningu frá umboðsskrifstofunni Reykjavík Literary Agency. 

Starfsmenn umboðsskrifstofunnar segjast finna fyrir miklum áhuga á sögum Ástu um þessar mundir og benda á að enduruppgötvun þeirra kallist á við endurvaktar vinsældir höfunda á borð við Tove Ditlevsen og Luciu Berlin. Safnið er komið á ensku og þýsku og væntanlegt á dönsku og spænsku.

„Franski útgefandinn Sabine Wespieser Éditeur tryggði sér útgáfuréttinn í Frakklandi nýlega og lýsti Ástu sem stórstirni á himni bókmenntanna. Hjá sömu útgáfu í Frakklandi koma út höfundar á borð við Claire Keegan og Edna O’Brien. Sögur Ástu er því svo sannarlega lagðar af stað út í heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Anna Rún Frímannsdóttir
4
Abby Jimenez
5
Ragnheiður Jónsdóttir