„Ekkert þeirra treystir honum“

Harry Breta prins er hann mætti til réttarhaldanna í London …
Harry Breta prins er hann mætti til réttarhaldanna í London í apríl. HENRY NICHOLLS / AFP

„Harry Bretaprins er útskúfað af konungsfjölskyldunni vegna þess að ekkert þeirra treystir honum – eða Meghan Markle,“ segir heimildarmaður Page Six.

„Ég held virkilega að enginn treysti honum og það er kjarni málsins ... Þau treysta hvorki honum né Meghan og þess vegna geta þau varla átt í samskiptum ... Kannski er pláss til að fyrirgefa en þau munu ekki gleyma.“

Þessar yfirlýsingar koma í kjölfarið á átakanlegu viðtali við prinsinn á BBC í síðustu viku þar sem hann sagðist ekki vita hve mikið krabbameinsveikur faðir hans, Karl III konugunr, ætti eftir ólifað.

Karl III konunur vildi ekki hitta hann

Heimildarmaður vefmiðilsins segir einnig að Karl hafi neitað að hitta son sinn þegar Harry flaug til Bretlands til að fagna 10 ára afmæli Invictus-leikanna.

Harry á að hafa sett sig í samband við föður sinn vegna öryggismála sem hann langaði að ræða við hann, en síðastliðinn föstudag tapaði prinsinn máli gegn breskum stjórnvöldum  fyrir áfrýjunardómstóli vegna ákvörðunar stjórnvalda um að minnka við hann öryggisgæslu þegar hann ferðaðist til Bretlands.

Eftir ákvörðun dómstólsins fór Harry í téð viðtal á BBC. Þar sagði hann föður sinn ekki vilja tala við sig vegna öryggismála og að endurminningarnar, Spare, sem hann gaf út 2023 hafi jafnframt stuðað einhverja fjölskyldumeðlimi. 

Það þótti einnig afar óviðeigandi að Harry skyldi minnast á hugsanlegan dauða föður síns í viðtalinu.

Buckingham-höllin neitar að tjá sig um mál Harry.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley