Margrét Þórhildur á sjúkrahúsi

Margrét II, sem er 85 ára, hefur þjónað sem drottning …
Margrét II, sem er 85 ára, hefur þjónað sem drottning dönsku þjóðarinnar frá árinu 1972. BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix / AFP

Margrét Þórhildur hefur verið lögð inn á sjúkrahús samkvæmt tilkynningu á vef dönsku konungshallarinnar. 

„Í kjölfar veikinda Margrétar drottningar hefur verið ákveðið að hún skyldi leggjast inn á Rigshospitalet [sjúkrahús] til eftirlits.“ 

Í september síðastliðnum slasaðist Margrét illa er hún brotnaði á vinstri hendi og hálsliðir urðu fyrir hnjaski þegar hún hrasaði og datt í Friðriksborgarhöllinni. Hún sást í fyrsta skipti opinberlega frá slysinu við heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta og Björns Skúlasonar í Amalienborgarhöll í október.

Margrét afsalaði sér krúnunni í janúar í fyrra vegna heilsubrests og tók Friðrik krónprins Danmerkur við krúnunni síðar í sama mánuði.

Kongehuset

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stundum býstu hreinlega við of miklu.Vinur gefur þér eitthvað með bros á vör og þú vilt meira. Gættu þess að lofa ekki of miklu fyrir framtíðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
4
Lucinda Riley