Auður með nýtt tónlistarmyndband

Auðunn Lúthersson sendir frá sér nýtt tónlistarmyndband kl 11 í …
Auðunn Lúthersson sendir frá sér nýtt tónlistarmyndband kl 11 í dag, föstudag. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, einnig þekktur undir listamannsnafninu Auður, gefur út glænýtt tónlistarmyndband við lagið Stockholm Syndrome í dag, föstudag.

Myndbandinu var leikstýrt af Ágústi Elí og tekið upp í hrárri og töfrandi náttúru Íslands.

„Mig langaði að fanga fallega landið okkar og ég vildi líka nýta tónlistarmyndbandið til að sýna hvaðan ég kem, uppruna minn og menningu. Litirnir í hrauninu við Kleifarvatn pössuðu vel við lagið,“ segir Auðunn og heldur áfram: „Þetta var líka góð æfing í þúfnagöngulagi.“

„Texti lagsins vísar í Stokkhólmsheilkennið“

Lagið fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um Stokkhólmsheilkennið, en hugtakið vísar til jákvæðs tilfinningasambands gísls við gíslatökumann sinn.

„Texti lagsins vísar í Stokkhólmsheilkennið í samhengi við sambandsslit og ástina.

Ég gerði lagið ásamt breska hljóðupptökustjóranum Matthew Harris og spila sjálfur á flestöll hljóðfærin en Högni Egils fer fimum fingrum um píanóið í laginu,” segir Auðunn.

Landaði hlutverki í stuttmynd

Það er nóg að gera hjá söngvaranum um þessar mundir, en hann er búsettur í Los Angeles og starfar við hljóðupptökustjórn og lagasmíðar.

„Já, það er heldur betur nóg að gera. Í síðustu viku hitaði ég upp fyrir hljómsveitina Social House á Peppermint Club í Beverly Hills og ég er einnig á fullu að gefa út mína eigin tónlist.

Svo landaði ég aðalhlutverki í stuttmynd, sem ber titilinn Freyr, en hún verður frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York í sumar. Ég er mjög spenntur að sjá hana,“ segir Auðunn í lokin.

Hér má hlýða á lagið Stockholm Syndrome:
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Núna er kjörið að greiða úr flækjum varðandi sameiginlegt eignarhald. Sýndu umburðarlyndi og þolinmæði og minntu þig á að oft vægir sá sem vitið hefur meira.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Danielle Steel
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Núna er kjörið að greiða úr flækjum varðandi sameiginlegt eignarhald. Sýndu umburðarlyndi og þolinmæði og minntu þig á að oft vægir sá sem vitið hefur meira.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Lucinda Riley
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Danielle Steel