Breskir fjölmiðlar gefa Emilíönu fjórar stjörnur

Emilíana Torrini tók lagið í verslun 66° Norður á Regent …
Emilíana Torrini tók lagið í verslun 66° Norður á Regent Street í Lundúnum.

Söngkonan Emilíana Torrini frumsýndi kvikmyndina Tha Extraordinary Miss Flower í verslun 66° Norður á Regent Street í Lundúnum í gær. Það var fullt út úr dyrum á viðburðinum en á meðal gesta var fólk úr kvikmynda- og tónlistargeiranum, fjölmiðlar, vinir og aðrir samstarfsfélagar hennar. 

Í kjölfar frumsýningarinnar fer kvikmyndin í almenna sýningu í kvikmyndahús í Bretlandi. Myndin verður sýnd hér á landi síðar á þessu ári. 

Helgi Rúnar forstjóri 66° Norður bauð gesti velkomna.
Helgi Rúnar forstjóri 66° Norður bauð gesti velkomna.
Helgi og Emilíana fyrir sýninguna.
Helgi og Emilíana fyrir sýninguna.

Hrífur áhorfendur með röddinni

Myndin hefur þegar getið sér gott orð í breskum fjölmiðlum og dagblaðið Guardian hefur gefið henni fjórar stjörnur. Guardian hrósar í umfjölluninni sérstaklega líflegum popp-elektrónískum lögum Emilíönu og því hvernig hún nær að hrífa áhorfendur með rödd sinni.

Í myndinni flytur Emilíana lögin með hljómsveit, en Nick Cave og Richard Ayoade lesa jafnframt úr bréfunum sem fundust eftir Flower. Leikkonan Caroline Catz fer með hlutverk Flower sjálfrar.

Kvikmyndin er innblásin af plötunni The Extraordinary Miss Flower en Emilíana hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna fyrra sem besta platan í poppflokki. Þetta var fyrsta sólóplata Emilíönu í tíu ár.

Stikla myndarinnar er hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þroskaður og tekur sjálfstæða afstöðu til þess sem gerist í kringum þig. Hugur þinn vinnur vel í dag og þú skalt nota það þér til hagsbóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
3
Christina Lauren
4
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þroskaður og tekur sjálfstæða afstöðu til þess sem gerist í kringum þig. Hugur þinn vinnur vel í dag og þú skalt nota það þér til hagsbóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
3
Christina Lauren
4
Steindór Ívarsson