Ólífa verður að rottu

Nicolas Cage í sínu allra fínasta pússi.
Nicolas Cage í sínu allra fínasta pússi. AFP/Suzanne Cordeiro

Nicolas Cage hefur leikið þá nokkra furðufuglana gegnum tíðina og svo virðist sem ný týpa bætist í hópinn í kvikmyndinni The Surfer eftir írska leikstjórann Lorcan Finnegan.

Miðaldra maður, sem kynntur er sem the Surfer, snýr heim til Ástralíu eftir langa fjarveru með það fyrir augum að kaupa æskuheimili sitt sem stendur við fallega strönd. Sonur hans, the Kid, er með í för. Ekkert verið að splæsa um of í flókin nöfn hérna.

Feðgarnir ætla að byrja á því að fara á brimbretti á ströndinni en mæta strax miklu mótlæti frá hópi manna undir forystu gúrúsins Scallys sem slegið hafa skjaldborg um svæðið og vilja ekki sjá neinar slettirekur. Og hvað haldið þið? Í hönd fer ævintýraleg og absúrd atburðarás og þið getið rétt ímyndað ykkur svipinn á Cage gamla þegar mest gengur á þarna í flæðarmálinu. Okkar maður er nefnilega reiðubúinn að leggja allt í sölurnar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinur þinn gæti orðið órólegur vegna þess að gamall vinur úr fortíðinni leitar þig uppi. Réttlætiskennd þín er gott veganesti og þér farnast illa ef þú reynir að svæfa hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinur þinn gæti orðið órólegur vegna þess að gamall vinur úr fortíðinni leitar þig uppi. Réttlætiskennd þín er gott veganesti og þér farnast illa ef þú reynir að svæfa hana.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley