Biður mömmu sína um styrk fyrir flutninginn

Norðurlandapartí Eurovision hélt áfram að slá í gegn í EuroClub-höllinni við Messe Basel um helgina.

Eitt heitasta nafnið á svæðinu var Kyle Alessandro (19 ára) sem syngur lagið Lighter fyrir hönd Noregs. Ungi söngvarinn, sem sigraði norsku forkeppnina Melodi Grand Prix í febrúar, mun mæta Íslendingum í sama undanúrslitariðli á þriðjudagskvöld, þegar alls 15 lög keppa um tíu sæti í úrslitum laugardagsins.
Ísland opnar kvöldið, en Noregur kemur á svið síðar í sömu lotu.

„Mamma, gefðu mér styrk“

Við hittum Kyle í partíinu og spurðum út í rútínuna rétt fyrir flutning:

„Ég dreg djúpt að mér andann og bið síðan hljóðlega til mömmu minnar: Mamma, gefðu mér styrk. Svo byrja ég lagið,“ segir hann. 
Móðir Kyle hefur síðustu ár barist við krabbamein og textinn, sem fjallar um að finna sinn innri styrk, er byggður á því.

Aðspurður um skoðun sína á framlagi Íslands, Róa með VÆB, svarar Kyle hiklaust:

„Ég elska það,“ og um það er engum blöðum að fletta því Kyle gerði sér lítið fyrir og söng viðlagið í miðju viðtalinu, á íslensku.

Þegar blaðamaður bendir á að hann virðist kunna textann vel tekur hann undir það: „Smá. Ég hef verið að hanga svolítið með VÆB. Hálfdán og Matti eru rosalega svalir.“

Sló fyrst í gegn tíu ára

Kyle Alessandro Helgesen Villalobos, fæddur í Levanger 10. mars 2006, er einn yngsti þátttakandi keppninnar í ár. Hann sló fyrst í gegn í hæfileikakeppninni Norske Talenter aðeins tíu ára og hefur síðan gefið út plötur og sinnt góðgerðastarfi. Lagið Lighter, sem hann samdi ásamt sænska útsetjaranum Adam Woods, er poppslagari sem spáð er góðu gengi í keppninni.

mbl.is fylgist með Eurovision-hópnum í Basel næstu daga og færir lesendum ferskar fréttir, myndbönd og stemningu beint frá Sviss.

Kyle Alessandro er einn yngsti keppandi Eurovisioní ár.
Kyle Alessandro er einn yngsti keppandi Eurovisioní ár. Ljósmynd/Alma Bengtsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley