„Jú, mér er mjög heitt í þessum galla“

Bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð fengu að svitna duglega á turkísbláa dreglinum í Basel í Sviss í gær þar sem opnunarhátíð Eurovision-söngvakeppninnar fór fram. Dregillinn var 1,3 kílómetra langur og náði frá Rathaus-torginu, yfir Mittlere-brú og niður að Eurovision-þorpinu við Riehenring.

Blaðamaður mbl.is brá á leik og muldraði spurningar í áttina að VÆB-bræðrunum á meðan þeir fikruðu sig áfram á dreglinum í glitrandi silfur­jakkafötunum.

Þóttust skilja muldrið

Þrátt fyrir illskiljanlegar spurningar tóku Hálfdán Helgi og Matthías Davíð ávallt léttir á móti þeim og gerðu sitt besta til að svara.

„Morgun­dagurinn fer allur í æfingar. Tvær æfingar á morgun og svo ein á þriðjudag. Svo er bara showtime.“

Blaða­maður bar svo upp spurningu um hótel bræðranna:

„Ha? … Ég skil ekki!“

Hitinn undir silfrinu farinn að segja til sín

Það sem þó vefst ekki fyrir þeim VÆB-bræðrum er hitastigið undir glansandi jökkunum:

„Jú, mér er mjög heitt í þessum galla. Við erum að svitna eins og mother­fuckers.“

Stuttu síðar bættu þeir við:

„Þetta verður negla. Við hlökkum til að skemmta íslensku þjóðinni.“

mbl.is fylgist með Eurovisi­on-hópn­um í Basel næstu daga og fær­ir les­end­um fersk­ar frétt­ir, mynd­bönd og stemn­ingu beint frá Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki hugfallast þótt endar nái ekki saman heldur farðu yfir öll reikningsyfirlit og þá sérðu að peningarnir hafa ekki farið í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
3
Moa Herngren
4
Torill Thorup
5
Lucinda Riley