62% laganna ekki sungin á ensku

Matthías Davíð og Hálfdán Helgi á æfingu í St. Jakobshalle.
Matthías Davíð og Hálfdán Helgi á æfingu í St. Jakobshalle. Ljósmynd/Sarah Louise Bennett af eurovision.tv

VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir eru fyrstir á svið í Basel í kvöld í fyrri undankeppni Eurovision sem hefst kl. 19 og sýnd er í beinni útsendingu á RÚV. Flytja þeir þar lag sitt „RÓA“ á íslensku. Seinni undankeppnin fer fram 15. maí og úrlistin ráðast 17. maí.

Í frétt á vef Sænska ríkisútvarpsins (SVT) kemur fram að alls verði 23 af þeim 37 lögum sem flutt eru í keppninni í ár sungin á öðru tungumáli en ensku, sem samsvarar um 62%. Til samanburðar voru aðeins 49% laganna sem flutt voru í keppninni í fyrra sungin á öðru tungumáli en ensku.

„Hlutfallið hefur ekki verið hærra síðan 1999 [þegar reglum keppninnar var breytt á þá leið að ekki var lengur gerð krafa um að syngja á móðurmáli flytjenda],“ segir John Pilkington og fagnar því að fleiri tungumál en enskan heyrist í keppninni, enda sé fjölbreytnin af hinu góða. Enskan er þó enn fyrirferðarmikil í ár því alls eru 20 lög flutt að hluta eða í heild á ensku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
3
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gleymdu því aldrei að árið framundan er besti tíminn sem þér hefur boðist til að bæta vinnuumhverfi þitt. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á meðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Moa Herngren
3
Lucinda Riley